Lausanne 2020 - keppni í skíðagöngu hafin

Á fyrsta keppnisdegi skíðagöngunnar var keppt í skíðakrossi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Lausanne. Einar Árni Gíslason tók þátt og endaði á tímanum 5:34,76 og varð í 78. sæti. Sigurvegari í greininni varð Norðmaðurinn Nikolai Holmboe, í öðru og þriðja sæti urðu Svíarnir Edvin Anger og Albin Åstroem.
Í dag sunnudaginn 19. janúar er svo komið að keppni í sprettgöngu. Linda Rós Hannesdóttir hefur átt við minniháttar veikindi að stríða sem hafa komið í veg fyrir að hún hafi getað keppt til þessa. Síðasta keppnisgrein í göngunni er svo ganga með hefðbundinni aðferð. Þar fara stúlkurnar 5km og drengirnir 10km, fer sú keppni fram þriðjudaginn 21. janúar.