Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019

20.01.2020

Mateusz Klóska var kjörinn Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2019.

Mateusz hefur verið besti leikmaðurinn í karlaliði Vestra í blaki undanfarin ár. Hann átti stóran þátt í sigri Vestra í 1. deild á árinu og spilar nú með liðinu í úrvalsdeild. Mateusz hefur sýnt í haust að hann er í hópi bestu blakara landsins. Hann er stigahæsti maður Vestra nú þegar tímabilið er hálfnað og er einnig með þeim stigahæstu í allri deildinni. Þjálfarar og leikmenn úrvalsdeildar völdu nýverið Mateusz í draumalið fyrri hluta tímabilsins í Mizuno deildinni í blaki. Mateusz er góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og jákvæður og hjálpsamur liðsfélagi.

Það voru Elísabet Samúelsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar og Kristján Kristjánsson forseti bæjarstjórnar sem tilkynntu valið og afhentu Mateuszi viðurkenninguna.