Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
19

Ráðstefna um jafnrétti barna og ungmenna

24.01.2020

Fimmtudaginn 23. janúar voru Reykjavíkurleikarnir settir formlega. Þeir eru árleg íþróttahátíð sem fer fram í 13. sinn dagana 23. janúar til 2. febrúar næstkomandi. Fyrsti viðburður á dagskránni var ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem fór fram í Laugardalshöllinni 23. janúar. Mjög mikill áhugi var fyrir ráðstefnunni en að henni stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík. 

Megin áherslur ráðstefnunnar voru:

  • Niðurstöður rannsóknar um aðkomu sveitarfélaga að afreksíþróttum.
  • Jafnréttismál innan íþróttafélaga.
  • Börn af erlendum uppruna og íþróttir.
  • Jafnrétti fatlaðra barna í íþróttum.
  • Viðhorf og óskir barna og unglinga.
  • Trans fólk og íþróttir

Fyrirlesarar voru Ágústa Edda Björnsdóttir, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Hugrún Vignisdóttir, Ingi Þór Einarsson, Joanna Marcinkowska og Salvör Nordal.

Hægt er að horfa á upptöku af ráðstefnunni á Youtube rás Reykjavíkurleikanna.