Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Dómaranámskeið FRÍ

27.01.2020

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hélt námskeið í dómgæslu í frjálsíþróttum á tveggja kvölda námskeiði þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar sl. í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. 

Á námskeiðinu var farið yfir almenn atriði varðandi dómgæslu, hlaupagreinar, vallargreinar, þ.e. stökk og köst, auk fjölþrauta. Námskeiðinu lauk með skriflegu prófi og að því loknu og með viðunandi árangri hlaut þátttakandi réttindi héraðsdómara sem hefur gildistíma til loka árs. Kennarar á námskeiðinu voru Þorsteinn Þorsteinsson formaður dómaranefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ og alþjóðlegur dómari í frjálsíþróttum.