Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

ÍSÍ á afmæli

28.01.2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 108 ára afmæli sínu  í dag 28. janúar 2020 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912. Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.

Margt hefur drifið á daga sambandsins og fjölmargt um að vera hjá íþróttahreyfingunni allan þennan tíma, en myndin með fréttinni er frá Íþróttahátíð ÍSÍ sem haldin var í Laugardalnum árið 1990. Um 27.000 manns tóku þátt í hátíðinni og þar af nokkur hundruð erlendir gestir. Var þetta stærsta hátíð sem haldin hafði verið á Íslandi á þessum tíma.

ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum til hamingju með 108 ára afmælið.