Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19.05.2021 - 19.05.2021

Ársþing HSV 2021

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga verður...
25.05.2021 - 25.05.2021

Ársþing ÍA 2021

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
17

Fyrirmyndardeild ÍSÍ

10.02.2020

Frjálsíþróttadeild Ungmennafélags Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Helga Sigurði Haraldssyni viðurkenninguna á aðalfundi deildarinnar í Tíbrá á Selfossi. Helgi Sigurður hefur verið formaður deildarinnar í 22 ár og þar með öll árin sem deildin hefur verið Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða frá árinu 2009. Þess má geta að allar deildir Ungmennafélags Selfoss eru Fyrirmyndardeildir ÍSÍ og því félagið í heild Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Sveitarfélagið Árborg styrkir allar deildir í sveitarfélaginu um 500.000 krónur á ári hafi þau þessa viðurkenningu.

Á myndinni eru þau Ragnhildur og Helgi Sigurður.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is), skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Lesa má meira um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

Lesa má meira um Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hér.