Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19.05.2021 - 19.05.2021

Ársþing HSV 2021

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga verður...
25.05.2021 - 25.05.2021

Ársþing ÍA 2021

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
17

Íshokkí - Global Girls Game 2020

11.02.2020

Þann 9. febrúar sl. fór fram viðburður sem nefnist Global Girls Game í Skautahöllinni í Laugardal og var á vegum íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur (SR). Global Girls Game er alþjóðlegur íshokkíleikur kvenna, spilaður í 34 löndum um allan heim sömu helgina. Bláir keppa á móti hvítum, stigin eru tekin saman og birt jafnóðum á vef Alþjóða íshokkísambandsins. Markmiðið með viðburðunum um heim allan er að vekja athygli á íshokkí kvenna. Frú Eliza Reid forsetafrú opnaði leikana með því að kasta viðhafnarpökki við upphaf leiksins.

Leikurinn fór fram í 37 löndum. Metþátttaka var í Skautahöllinni, en 38 íshokkístelpur á öllum aldri spiluðu í skemmtilegum leik sem fór 7-6 fyrir bláum. Enduðu leikar 127-11 bláum í vil. 

Skautafélag Reykjavíkur bauð jafnframt áhugasömum stelpum að prufa íshokkí á afmörkuðum hluta íssins utan leiksins. Mikil uppbygging hefur verið í kvennaíshokkí hjá SR en fjöldi stúlkna sem æfa íshokkí hjá félaginu hefur fjórfaldast á einu ári, fóru úr 8 í 40.

Ljósmynd: Global Girls Game 2019 í Skautahöllinni, Laugardal. Ljósmyndari: Bjarni Helgason.

Myndir með frétt