Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Hilmar Snær fyrstur til að vinna Evrópumótaröðina

06.03.2020

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð þann 28. febrúar sl. fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) í alpagreinum. Hilmar sigraði í svigkeppninni og að henni lokinni var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi vegna aðstæðna. Hilmar var því sigurvegari heildarstigakeppninnar á Evrópumótaröðinni með gull í svigi og silfur í stórsvigi. Hilmar hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpagreinum og er nú á meðal allra fremstu alpagreinamanna fatlaðra í heiminum.

Hilmar var ekki einn um að rita nýjan kafla í íþróttasögu Íslendinga því yfirdómari keppninnar þann 28. febrúar var þjálfari Hilmars, Þórður Georg Hjörleifsson. Var þetta í fyrsta sinn sem mótshluti Alþjóðlegs móts á vegum IPC er í höndum Íslendings.

ÍSÍ óskar Hilmari Snæ og Þórði til hamingju með árangurinn. 

Myndir með frétt