Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Skautahöllin á Akureyri 20 ára

09.03.2020

Skautahöllin á Akureyri varð 20 ára þann 1. mars síðastliðinn og kvennalið Skautafélags Akureyrar var einnig stofnað í byrjun árs 2000. Af þessu tilefni boðaði Skautafélag Akureyrar til viðburðar í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn. Það var skemmtilegt að heimsmeistaramótið í íshokkí kvenna í 2. deild B skyldi standa yfir þessa helgi. Íslenska landsliðið var einmitt að fara að spila síðasta leik sinn í keppninni strax að lokinni afmælisathöfninni. Þess má geta að íslenska liðið vann þann leik og endaði í 2. sæti, sem er frábær árangur.

Fulltrúi ÍSÍ á viðburðinum var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og flutti hann ávarp og kveðjur frá ÍSÍ af þessu tilefni.

Myndir með frétt