Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

13.03.2020

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands ársins 2019. Til úthlutunar að þessu sinni voru 127 milljónir króna. Styrkirnir eru greiddir beint til félaga og deilda en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni tekið saman pr. íþróttahérað.
Alls bárust sjóðnum 264 umsóknir frá 117 íþrótta- og ungmennafélögum úr 21 íþróttahéraði um styrk vegna 2.928 ferða á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum á árinu 2019. Heildarupphæð umsókna var kr. 492.199.559,-. Þau félög sem sóttu um styrk geta nú farið inn á umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar og séð skiptingu styrkja pr. ferð.  
Ferðasjóður íþróttafélaga er fjármagnaður með fjárframlagi frá ríkinu. ÍSÍ er falin umsýsla sjóðsins, útreikningur styrkja og úthlutun úr sjóðnum. Fjárstuðningur ríkisins til niðurgreiðslu ferðakostnaðar íþróttafélaga er ómetanlegur og ljóst að styrkir úr sjóðnum hafa afar jákvæð áhrif á þátttöku íþróttafélaga á landsvísu í íþróttamótum innanlands.

Hér fyrir neðan eru slóðir á yfirlit yfir skiptingu styrkja pr. íþróttagrein og pr. íþróttahérað.

Skipting_ferdastyrkur_ithrottagreinar_ferdir2019.pdf

Skipting_ferdastyrkur_ithrottaherud_ferdir2019.pdf