Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Hvað gerir íslenskt afreksíþróttafólk í stöðunni?

18.03.2020

Á Instagram síðu ÍSÍ, @isiiceland, hefur sjónum verið beint að íslensku afreksíþróttafólki undanfarna mánuði. Fólk hefur fengið innsýn í daglegt líf afreksíþróttafólks sem margt hvert keppir um að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í júlí á þessu ári.

Á morgun munu fjórir íslenskir íþróttamenn sem allir keppa um að komast til Tókýó, Ásdís Hjálmsdóttir, Guðni Valur Guðnason, Guðlaug Edda Hannesdóttir og Kári Gunnarsson, taka yfir Instagram síðu ÍSÍ og sýna okkur hinum hvernig undirbúningur þeirra er fyrir leikana þrátt fyrir stöðuna í samfélaginu vegna Covid-19.

Þeir sem vilja fylgjast með fjórmenningunum geta fylgt Instagram síðu ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann.