Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

Ólympíuleikar í Tókýó - Nýjar dagsetningar

08.04.2020Alþjóðaólympíunefndin (IOC), Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC), skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020, japönsk yfirvöld og borgarstjórn Tókýó hafa tilkynnt nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra. Ólympíuleikarnir verða haldn­ir frá 23. júlí til 8. ág­úst 2021. Leik­arn­ir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ág­úst á þessu ári en var sem kunn­ugt er frestað vegna aðstæðna í heiminum í dag sökum Covid-19. Ólymp­íu­mót fatlaðra, Para­lympics, fer fram frá 24. ág­úst til 5. sept­em­ber 2021.

„Við hjá ÍSÍ erum ánægð með að komin er fram niðurstaða um frestun Ólympíuleikanna í Tókýó. Það er ekki lítið mál að fresta viðburði af þessari stærðargráðu og ljóst er að  gríðarlega flókin verkefni bíða allra sem koma að verki. Framundan eru breytingar á alþjóðlegu mótahaldi og endurskoðun á lágmörkum og þátttökukröfum, svo ekki sé minnst á allar þær flækjur sem leysa þarf í Tókýóborg sjálfri og lúta að gistingu og öðrum mannvirkjamálum, svo eitthvað sé nefnt. Hugur okkar er þó fyrst og fremst hjá afreksíþróttafólkinu okkar sem hefur unnið hörðum höndum að því að öðlast rétt til þátttöku á leikunum síðustu mánuði og ár og lagt allt undir. Nú er mikilvægt að nýta tímann vel og halda áfram baráttunni fyrir því að ná inn á leikanna.  Þessi ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og yfirvalda í Japan er fyrst og fremst  tekin með hagsmuni íþróttafólksins sjálfs í huga og þeirri  heilsufarsógn sem COVID-19 fylgir. Við vonumst til að með frestun leikanna gefist gott svigrúm til undirbúnings fyrir leikana að nýju, án þeirrar ógnar sem við búum við þessa stundina“, sagði forseti ÍSÍ þegar tilkynning barst um að leikunum hefði verið frestað.