Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Sveinbjörn með Instagram ÍSÍ í dag

09.04.2020

Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, tekur yfir Instagram ÍSÍ í dag.

Sveinbjörn setti markið á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 fyrir nokkrum árum og hefur stefnt að því síðan að keppa fyrir Íslands hönd á leikunum. Nú hefur þeim verið frestað um eitt ár og því þarf Sveinbjörn að endurskipuleggja allar sínar æfingar og keppnir upp á nýtt. Hann æfir eins vel og hann getur þessa dagana og ætlar að leyfa okkur hinum að fylgjast með því hvernig dagur í lífi hans er á Instagram síðu ÍSÍ.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.