Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Hlynur með Instagram ÍSÍ á þriðjudaginn

12.04.2020

Hlynur Andrésson, frjálsíþróttamaður og margfaldur Íslandsmetshafi í hlaupagreinum, ætlar að taka yfir Instagram ÍSÍ þriðjudaginn 14. apríl.

Hlynur æfði körfubolta frá unga aldri en byrjaði að æfa hlaup á fullu árið 2012, þá 18 ára. Síðan þá hefur hann einbeitt sér að hlaupum og sett alls níu Íslandsmet, m.a. í 3 km, 5 km og 10 km hlaupi. Hlynur keppti fyrir háskólann Eastern Michigan í fjögur ár, frá haustinu 2014 til vorsins 2018. Hann býr núna og æfir í Hollandi.

Árið 2017 setti hann í fyrsta skipti Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi. Hann hefur slegið metið tvisvar síðan þá, fyrst á móti í Bandaríkjunum árið 2018 (13:58,91 mín) og síðan á móti í Belgíu árið 2019 (13:57,89 mín). Hlynur á einnig Íslandsmetið í 10.000 metra hlaupi (29:20,92 mín) sem hann setti árið 2018, en hann bætti met Kára Steins Karlssonar, sem hafði staðið í um 10 ár.

Hlynur á alls 9 Íslandsmet:
• 1.500 metra hlaup inni: 3:45,97
• 1 míla inni: 4:03,61
• 3.000 metra hlaup inni: 7:59,11
• 5.000 metra hlaup inni: 14:11,10
• Hálft maraþon (20-22 ára) úti: 1:09:35
• 3.000 metra hindrunarhlaup úti: 8:44,11
• 5.000 metra hlaup úti: 13:57,89
• 10.000 metra úti: 29:20,92
• 10km götuhlaup úti: 29:49

Fylgstu með degi Hlyns á Instagrami ÍSÍ.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.