Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íþróttahreyfingin og Covid-19

15.04.2020

Undanfarnar vikur hefur allt skipulagt íþróttastarf legið niðri vegna fordæmalausra aðstæðna af völdum kórónaveirunnar. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, hvetur íþróttahreyfinguna til að halda í jákvæðni og bjartsýni á þessum erfiðu tímum: 

„Mér finnst afar eftirtektarvert að sjá hversu vel íþróttafélögin halda utan um iðkendur sína á þessum erfiðu tímum með hjálp tækninnar og vil hvetja þau til að halda í jákvæðnina og bjartsýnina þó að ekki sé mögulegt að fylgja hinum venjubundna hversdegi. Íþróttahreyfingin hefur staðið þétt að baki yfirvöldum í landinu í baráttunni gegn COVID-19 og ég er stoltur af því hversu vel hreyfingin hefur mætt erfiðleikum síðustu mánaða.
Það er ljóst að róðurinn er erfiður hjá íþróttahreyfingunni í landinu og verður erfiður í einhvern tíma en við vonumst til að fjárstuðningur ríkisins og mögulega viðbótarstuðningur frá sveitarfélögum við íþróttahreyfinguna, muni hjálpa til í rekstri íþróttafélaga. Jafnframt er mikilvægt að íþróttafélög skoði rekstur sinn og reyni að lækka kostnað eins og unnt er. Það er einnig mikilvægt að tryggja áfram gott og traust samstarf á milli íþróttafélaganna og iðkenda og forsjáraðila þeirra, því að með samstöðu komumst við frekar í gegnum erfiðleikana.“

Hér fyrir neðan má finna tengla á upplýsingar er varða íþróttahreyfinguna og Covid-19:

-Algengar spurningar og svör
Spurningarnar og svörin eru unnin með það að markmiði að lýsa lagaumhverfi í núverandi ástandi á fordæmalausum tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. 

Á undirsíðunni Íþróttahreyfingin og Covid-19 má sjá eftirfarandi fréttir:

  • Íþróttastarf leyfilegt með takmörkunum 4. maí
  • 500 milljónir til íþrótta- og æskulýðsstarfs
  • Mikilvægi sveitarfélaga fyrir íþróttahreyfinguna á erfiðum tímum
  • Tilmæli ÍSÍ og UMFÍ varðandi fyrirspurnir um endurgreiðslu æfingagjalda vegna COVID-19
  • Greiðslur atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli