Íþróttastarf leyfilegt með takmörkunum 4. maí
15.04.2020Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í gær næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á samkomum, skólahaldi og skipulögðu íþróttastarfi.  Breytingarnar taka gildi 4. maí. 
Sóttvarnalæknir leggur til að slakað verði á takmörkunum í skrefum sem endurskoðuð verði með þriggja til fjögurra vikna millibili.
Skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum:
- Ekki fleiri en 50 einstaklingar verða saman í hóp.
 - Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum.
 
Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum:
- Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman.
 - Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga.
 - Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar.
 
Beðið er eftir nánari útfærslum frá sóttvarnarlækni varðandi afléttingu takmarkana á samkomubanni vegna íþróttastarfs.
Aðrar breytingar sem verða 4. maí næstkomandi og fylgiskjöl má sjá í frétt á vef Stjórnarráðsins hér.