Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Andorra hættir við Smáþjóðaleikana 2021

29.04.2020

 

Í síðustu viku tilkynnti Ólympíunefnd Andorra að ekki yrði hægt að halda Smáþjóðaleikana árið 2021 í Andorra, eins og fyrirhugað var.

Ástæður þess eru fyrst og fremst afleiðingar Covid-19, að mestu fjárhagslegar afleiðingar sem hafa áhrif á lagfæringar á mannvirkjum og annarri aðstöðu sem var fyrirhuguð fyrir leikana auk stuðnings ríkisins og fyrirtækja við fyrirhugaða framkvæmd á leikunum. Var tilkynning þeirra sett fram á þann hátt að leikunum væri frestað og yrðu að öllum líkindum næst í Andorra 2025.

Þar sem það er í höndum allra Ólympíunefnda að taka ákvörðun um staðarval leikanna, en ekki einnar þjóðar, þá var kallað til fjarfundar forseta og framkvæmdastjóra allra ólympíunefnda smáþjóða (GSSE) í gær vegna málsins. Það er í höndum aðalfundar samtaka Smáþjóðaleikanna (GSSE) að taka ákvörðun um það hvaða þjóð heldur leikana hverju sinni og því mun formleg niðurstaða um næstu leika ekki fást fyrr en í lok maí þegar áætlað er að halda aðalfund samtakanna í formi fjarfundar. Leikunum 2023 hefur verið úthlutað til Möltu, en ekki er búið að úthluta leikunum 2025.  

Miðað við ástand mála hjá flestum þjóðum Evrópu í baráttunni við kórónaveiruna má ætla að yfirgnæfandi líkur séu á því að ekki verði af leikunum á næsta ári, að minnsta kosti með því sniði sem verið hefur hingað til.