Öll félög með virkar reglur og áætlanir
04.05.2020
Í nýrri stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til ársins 2030 er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Að gefnu tilefni vill ÍSÍ benda á það efni sem hægt er að nálgast á vefsíðu ÍSÍ og í prentuðu formi á skrifstofu ÍSÍ við Engjaveg 6.
Útgefið efni á vefsíðu ÍSÍ:
- Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun
- Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga
- Dæmi um tilkynningarblað vegna eineltis
- Hegðunarviðmið ÍSÍ
- Hegðunarviðmið template
- Hegðunarviðmið fyrir þjálfara
- Hegðunarviðmið fyrir iðkendur
- Hegðunarviðmið fyrir stjórnarmenn og starfsfólk
- Hegðunarviðmið fyrir foreldra
- Hegðunarviðmið á ensku - Code of Conduct in English
- Jafnréttisáætlanir sem unnar voru með Jafnréttisstofu og öllum sambandsaðilum og íþróttafélögum er heimilt að nota
- Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum
- Samþykki um uppflettingu í sakaskrá
- Siðareglur ÍSÍ
- Viðbragðsáætlun ÍSÍ við óvæntum atburðum