Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ný vefsíða Umboðsmanns barna

07.05.2020

Ný vefsíða Umboðsmanns barna var birt þann 7. apríl sl. Nýrri vefsíðu er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum.

Vefsíða umboðsmanns barna.

Samhliða nýrri vefsíðu fór fram kynning á nýrri upplýsingasíðu fyrir börn um kórónuveiruna. Á síðunni er hægt að nálgast fjölbreytt efni sem hefur verið birt um faraldurinn en nauðsynlegt er að börn hafi gott aðgengi að vönduðum upplýsingum sem hægt er að nálgast á einum stað. Hér má sjá upplýsingasíðu fyrir börn um kórónuveiruna.

Barnaheill, Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi hafa í samstarfi við Menntamálastofnun gefið út nýtt efni með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða veggspjald og bækling þar sem greinar Barnasáttmálans eru settar fram á aðgengilegan máta. Efnið er hægt að nálgast rafrænt á vefsíðu embættisins hér.

ÍSÍ hefur lagt áherslu á að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í stefnumarkandi málefnum og má þar nefna stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga og í málefnum trans barna.

Stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga má sjá hér.

Nýútkominn bækling um Trans börn og íþróttir má sjá hér.