Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Á æfingu með Hilmari

05.06.2020

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) er farið af stað með þættina „Á æfingu með…“ þar sem rætt er við frjálsíþróttafólk á Íslandi.

Í fyrsta þætti er viðtal við Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastara í Fimleikafélagi Hafnafjarðar (FH) og einn fremsta frjálsíþróttamann Íslands. Hann er sem stendur efstur Íslendinga á heimslistanum í sinni grein, í 41. sæti. Árið 2019 bætti Hilmar Íslandsmetið í sleggjukasti sem staðið hafði í ellefu ár þegar hann kastaði 75,26 metra. Einnig bætti hann Íslandmet sitt í lóðkasti með 15kg lóði þegar hann kastaði 21,37m. Hann sigraði í sleggjukasti á sterku kastmóti í Bottnaryd í Svíþjóð í júní 2019 og var í glæsilegu sigurliði Íslands í þriðju deild Evrópukeppni landsliða sem fram fór sl. sumar. Hilmar Örn endaði árið 2019 í 26. sæti Evrópulistans, 38. sæti heimslistans og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið 2020 sem átti að fara fram í París í sumar, en því hefur verið frestað. Hilmar hefur nýlega lokið háskólanámi í Bandaríkjunum og í fyrra, á sínu síðasta keppnisári, varð hann svæðismeistari fjórða árið í röð og sá fyrsti í sögunni til þess að ná þeim áfanga. Hann sigraði svo Austurdeildina og var þriðji á bandaríska háskólameistaramótinu. Hilmar var valinn Frjálsíþróttakarl ársins 2019 af FRÍ og er glæsilegur fulltrúi Íslands í frjálsíþróttum.

ÍSÍ fagnar þessu frábæra framtaki hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Von er á fleiri þáttum á næstunni.