Á æfingu með Guðbjörgu Jónu
08.06.2020
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) gefur út skemmtilega þætti á samfélagsmiðlum sínum sem bera nafnið „Á æfingu með“. Þáttur tvö er nú kominn út og fjallar um Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, einn besta spretthlaupara sem Ísland hefur átt. Guðbjörg á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Hún hefur keppt á fjölmörgum stórmótum unglinga og vann meðal annars gull á Evrópumeistaramóti U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var einnig í sigurliði Íslands í þriðju deild Evrópukeppni landsliða. Guðbjörg var valin Frjálsíþróttakona ársins 2019.