Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Á æfingu með Guðbjörgu Jónu

08.06.2020

Frjálsíþrótta­sam­band Íslands (FRÍ) gefur út skemmti­lega þætti á sam­fé­lags­miðlum sín­um sem bera nafnið „Á æf­ingu með“. Þátt­ur tvö er nú kom­inn út og fjall­ar um Guðbjörgu Jónu Bjarna­dótt­ur, einn besta sprett­hlaup­ara sem Ísland hef­ur átt. Guðbjörg á bæði Íslands­metið í 100 og 200 metra hlaupi ut­an­húss og í 60 metra hlaupi inn­an­húss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Hún hef­ur keppt á fjöl­mörg­um stór­mót­um ung­linga og vann meðal ann­ars gull á Evr­ópu­meist­ara­móti U18 í 100 metra hlaupi og á Ólymp­íu­leik­um æsk­unn­ar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var einnig í sigurliði Íslands í þriðju deild Evrópukeppni landsliða. Guðbjörg var val­in Frjálsíþrótta­kona árs­ins 2019.