Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

ÍA Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

09.06.2020

76. Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) var haldið í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, í gær. Þingforseti var kjörinn Hörður Ó. Helgason. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2019 var lögð fram af formanni ÍA, Marellu Steinsdóttur, og má skoða hana hér.

Þær breytingar urðu á stjórn ÍA að Dýrfinna Torfadóttir, Tjörvi Guðjónsson og Svava Huld Þórðardóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Hallbera Jóhannesdóttir gaf ekki kost á sér til setu í varastjórn. Gísli Karlsson var valinn í aðalstjórn en hann hafði áður verið í varastjórn. Auk hans taka Hrönn Ríkharðsdóttir og Líf Lárusdóttir sæti í aðalstjórn. Ný í varastjórn voru kjörin þau Erla Lárusdóttir og Trausti Gylfason. Marella Steinsdóttir var endurkjörinn formaður og Hörður Ó. Helgason varaformaður.

Íþróttabandalag Akraness veitti tólf einstaklingum Bandalagsmerki ÍA fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi. Þau sem heiðruð voru eru eftirtalin: Ása Hólmarsdóttir, Brandur Sigurjónsson, Brynjar Sigurðsson, Haraldur Ingólfsson, Hjördís Hjartardóttir, Ingunn Ríkharðsdóttir, Ólafur Ingi Guðmundsson, Óskar Arnórsson, Steindóra Steinsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Þóranna Halldórsdóttir og Þórður Elíasson.

Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og bar fyrir kveðjur framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Hann veitti ÍA viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en sú viðurkenning er veitt fyrir fyrirmyndarstarf íþróttahéraða.

Á myndunum með fréttinni má annars vegar sjá Hafstein afhenda Marellu, formanni ÍA, viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og hins vegar stjórn ÍA 2020: Hörður Helgason, Marella Steinsdóttir, Gísli Karlsson, Trausti Gylfason, Hrönn Ríkharðsdóttir og Erla Ösp Lárusdótti. Á myndina vantar Líf Lárusdóttur.

Myndir með frétt