Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Kynning á Ánægjuvoginni í dag

12.06.2020

Í dag kl.10 fer fram kynning á Ánægjuvoginni 2020 í fundarsal í Laugardalshöllinni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Íþróttafræðideild HR og Rannsóknum og greiningu kynnir niðurstöður. Kynningunni verður streymt beint á facebook síðum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).

Ánægjuvogin byggir á niðurstöðum rannsóknar sem lögð var fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúarmánuði árið 2020. Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var í höndum Rannsókna & greiningar. Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könnunin fór fram svöruðu spurningalistanum. Samtals fengust gild svör frá 3712 nemendum í 8. bekk, 3436 nemendum í 9. bekk og 3368 í 10. bekk. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var um 85%.

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Rannsóknir og greining standa fyrir kynningunni.