Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Svifflugfélag Íslands vill fjölga stelpum í íþróttinni

24.06.2020

Svifflug er viðurkennd íþróttagrein innan Íþrótta -og Ólympíusambands Íslands, en Svifflugfélag Íslands var stofnað 10. ágúst árið 1936. Svifflug er vistvæn íþrótt því svifflugur eru annað hvort dregnar á loft á spili eða í flugtogi og síðan er sleppt og svifið. Við rétt skilyrði er hægt að haldast uppi tímunum saman. 

Nú í sumar stendur yfir átak hjá Svifflugfélagi Íslands (SFÍ) með það að markmiði að fjölga stelpum í íþróttinni. Þórhildur Ída Þórarinsdóttir gegnir embætti formanns Svifflugfélags Íslands og er fyrst kvenna, í 83 ára sögu SFÍ, til að gegna því embætti. Ída hvetur íslenskar konur til þess að kynna sér svifflug og ef áhugi er fyrir hendi þá að mæta og prófa svifflug. Floti SFÍ samanstendur af ASK-21 kennsluvél, tveimur LS-4 einsessum fyrir þá sem fljúga einflug, og LS-8 fyrir lengra komna, auk fleiri véla. Fyrir áhugasama má upplýsa að nemendur þurfa ekki að vera búnir að ljúka bóklegu námi til að hefja svifflug heldur er hægt að fljúga með kennara þar til viðkomandi telst hæfur til að fljúga einn.

Svifflugfélag Íslands er á Sandskeiði við Suðurlandsveg og hægt er að skoða meira um svifflug á vefsíðunni svifflug.com eða á facebook undir Svifflugfélag Íslands.

Mynd: Baldur Sveinsson.