Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Landslið poomsae tekur yfir Instagram ÍSÍ

25.06.2020

Taekwondosamband Íslands (TKÍ) heldur utan um tvö landslið, annars vegar í bardaga eða kyorugi, sem er ólympísk keppnisgrein og hins vegar í tækni eða poomsae. Það er poomsae landsliðið sem ætlar að bjóða íþróttaáhugafólki með á æfingar um helgina. Landsliðsþjálfari, Lisa Lents, kemur til landsins um það bil einu sinni í mánuði og þá er æft stíft yfir heila helgi, samtals um 10 tímar af æfingum á tveimur dögum auk þess sem skipulagt er félagsstarf af einhverju tagi nánast hverja æfingahelgi. Í landsliðinu eru iðkendur frá 12 ára upp í tæplega 50 ára svo hópurinn er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur. Á alþjóðlegum mótum er yfirleitt keppt í aldursflokkum frá tólf ára og upp úr. Elsti flokkurinn er 65 ára og eldri, svo það er aldrei of seint að byrja keppnisferil í poomsae. TKÍ tekur yfir Instagram ÍSÍ um helgina og sýnir frá æfingum og fjörugu félagslífi landsliðsins.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.

Myndir með frétt