Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Landsliðskona í handknattleik sýnir frá sínum degi

30.06.2020

Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona og leikmaður Fram í efstu deild kvenna í handknattleik, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ nk. fimmtudag, 2. júlí.

Ragnheiður er fædd árið 1997 og er uppalin Framari. Hún lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki haustið 2013, þá einungis 16 ára gömul, en hefur verið einn af burðarásum í liði Fram undanfarin ár. Ragnheiður var markahæsti leikmaður Fram í Olísdeildinni á síðasta tímabili með 113 mörk í 18 leikjum ásamt því að vera markahæst í deildinni tímabilið 2017-2018. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari með Fram. Ragnheiður er í kvennalandsliði Íslands í handknattleik og hefur hún leikið 25 landsleiki og skorað í þeim 24 mörk. Kvennalandsliðið hefur verið að æfa saman sl. daga og ætlar Ragnheiður að sýna fylgjendum ÍSÍ á Instagram frá æfingu landsliðsins ásamt því hvernig venjulegur dagur í lífi handknattleiksstjörnu er. 

Instagram ÍSÍ má sjá hér.