Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Guðmunda nýr framkvæmdastjóri ÍA

05.08.2020

Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness í stað Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Guðmunda kemur til starfa frá Íþróttafélagi Reykjavíkur þar sem hún var verkefnastjóri/framkvæmdastjóri tímabundið en áður starfaði hún sem fjármálastjóri hjá Iðnvélum og sem framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Guðmunda hefur lokið MBA gráðu frá Háskóla Íslands á sviði nýsköpunar og stjórnunar.

Guðmunda þekkir vel til íþróttastarfs en hún hefur komið að íþróttastarfi á mörgum sviðum í hartnær tuttugu ár, setið í aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR), stýrt verkefni um eflingu kvennastarfs innan KR og stýrt vinnu við umsókn til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um Fyrirmyndafélag ÍSÍ. Lokaverkefni Guðmundu í MBA náminu var stefnumótun KR í heild fyrir árin 2019-2024. Nýr framkvæmdastjóri tekur formlega til starfa 10. ágúst. 

ÍSÍ þakkar Hildi Karen fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Myndir með frétt