Íþróttaboðorðin 10
12.08.2020
Íþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en um 12 ára aldur stunda rúmlega átta af hverjum tíu börnum íþróttir með íþróttafélagi. Margar ólíkar íþróttagreinar eru í boði og ættu öll börn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga er mikil áhersla lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og að leikurinn skipi stóran sess. Barna og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð, sem sjá má sem mynd með fréttinni.