Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Nýtt merki Ólympíuleikanna og Paralympics í LA 2028

03.09.2020

Þann 1. september sl. birti skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Los Angeles í Bandaríkjunum merki Ólympíuleikanna 2028 og Ólympíumóts fatlaðra 2028.

Merkið er samsett af stöfunum L og A og tölustöfunum 2 og 8. A er hins vegar síbreytilegur í merkinu, en það á að tákna þá óendanlegu möguleika sem Los Angeles býður upp á ásamt því að fagna ólympísku hugsjóninni um einingu í fjölbreytileikanum. 

Ólympíuleikarnir í LA fara fram 21. júlí - 6. ágúst 2028. Keppendur koma frá 206 þjóðum og eru þátttakendur um 11.000. Þetta verður í þriðja sinn í sögu LA sem leikarnir verða haldnir í borginni, en áður fóru leikarnir fram árin 1932 og 1984. Paralympics fara fram 22. ágúst - 3. september 2028. Þetta verður í fyrsta sinn sem Paralympics fara fram í LA. 

Vefsíða Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028.