Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Húsaskóla

23.09.2020

Húsaskóli í Reykjavík tók þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ 16. september sl. Teymið sem heldur utan um verkefnið Heilsueflandi Grunnskóli gerði breytingar á hlaupinu frá skipulagi fyrri ára bæði með því að taka sérstaklega á móti börnunum í markinu en einnig með því að allur skólinn tók þátt í hlaupinu í einu (í stað tvískiptingar árin áður). „Það var frábær sjón að sjá 150 börn leggja af stað á sama tíma hvort sem þau voru að fara að hlaupa 2,5, 5 eða 10 km hring. Talsverður vindur var við sjóinn en það var mikil hvatning að vita af drykkjarstöð á bakaleiðinni og hafa starfsfólk með trommur á lokasprettinum“, segir í pósti frá Húsaskóla til ÍSÍ. Nemendur Húsaskóla hlupu alls 605 km og hlupu 17 nemendur 10 km.

Þeir skólar sem ljúka Ólympíuhlaupi ÍSÍ fyrir 10. október og skila inn upplýsingum til ÍSÍ fara í pott. Þrír skólar verða síðan dregnir út úr pottinum og fær hver þessara þriggja skóla  100.000 króna inneign í Altis. Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.

Nánari upplýsingar um Ólympíuhlaup ÍSÍ má sjá hér á vefsíðu ÍSÍ.

Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ.

Myndirnar með fréttinni eru frá Ólympíuhlaupi ÍSÍ í Húsaskóla.


Myndir með frétt