Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Thomas Bach sendir íþróttafólki skilaboð

09.10.2020

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), sendir íþróttafólki um heim allan skilaboð í myndbandsformi í gær þar sem hann vitnar í herferð IOC #StrongerTogether og hvetur íþróttafólk til þess að vera sjálfsöruggt, bjartsýnt og standa saman. Hann segir IOC vinna alla daga að settu markmiði, en það er að Ólympíuleikarnir í Tókýó og Peking fari fram í öruggu umhverfi fyrir alla. IOC vinnur náið með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), japönskum og kínverskum yfirvöldum og sérfræðingum um allan heim, m.a. heilbrigðisvísindafólki. IOC er nú þegar með í höndunum áætlanir sem taka eiga á öllum mögulegum aðstæðum sem upp geta komið í kringum tímabil leikanna tveggja. Bach leggur mikla áherslu á að heilbrigðisstarfsfólk um heim allan vinni ötullega að því að færa heimsbyggðinni skjótari skimanir sem koma fram með niðurstöður á 15-45 mínútum og að hægt verði að bólusetja fyrir Covid-19. Þessir tvær þættir geta verið mikilvægir þættir í því að Ólympíuleikarnir verði að veruleika á sem farsælastan hátt.

„Við erum sterkari saman í þessari miklu áskorun sem á sér stað hvarvetna í heiminum í dag. Ég hvet ykkur íþróttafólkið til að halda áfram undirbúningi ykkar fyrir Sumarólympíuleikana í Tókýó 2020 á næsta ári og fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Við sjáumst í Tókýó eða Peking“. 

Myndbandið má sjá hér.