Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Guðmundur Helgi áfram í stjórn CEV

19.10.2020

Ársþing Alþjóða blaksambandsins (CEV) var haldið þann 16. október sl. í Vínarborg. Þingið átti að fara fram í Rússlandi en var fært til Vínar vegna Kórónuveirufaraldursins til að auka þátttöku á þinginu til muna. Blaksamband Íslands (BLÍ) sendi ekki fulltrúa á þingið að þessu sinni vegna Kórónuveirufaraldursins. Færeyjingar fóru með atkvæði Íslands. 

Guðmundur Helgi Þorsteinsson mætti á þingið en hann var í endurkjöri til stjórnar CEV. Guðmundur Helgi er fyrrum framkvæmdastjóri tækni og þróunarmála hjá CEV og þar áður framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands (BLÍ). Guðmundur hefur verið í stjórn CEV síðan árið 2015 og var nú endurkjörinn til fjögurra ára. Þá situr Guðmundur einnig í stjórn Smáþjóðanna í Evrópu, SCA en þau samtök sjá um blakviðburði hjá 15 Smáþjóðum innan Evrópu.

Tveir voru í kjöri til forsetaembættis CEV. Aleksandar Boricic óskaði eftir endurkjöri og hinn ungi Hanno Pevkur bauð sig fram á móti honum. Boricic fékk meiri hluta atkvæða á þinginu og var því kosinn forseti CEV til næstu fjögurra ára.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Guðmundi Helga til hamingju með kjörið í stjórn CEV.

Nánari upplýsingar um kjör á þingi CEV má finna hér.