Nýtt merki fyrir Piotr Nurowski verðlaunin
Samtök Evrópskra Ólympíunefnda (EOC) hafa birt nýtt merki fyrir Piotr Nurowski verðlaunin - besti ungi evrópski íþróttamaðurinn. Piotr Nurowski verðlaunin hafa verið veitt frá árinum 2011 til minningar um Piotr Nurowski formann pólsku Ólympíunefndarinnar og stjórnarmann í samtökum Evrópskra Ólympíunefnda. Markmið verðlaunanna er auk þess að heiðra minningu Piotr að hvetja komandi kynslóðir til að lifa heilbrigðum lífsstíl með Ólympísk gildi að leiðarljósi. Piotr fórst, ásamt ýmsum framámönnum í pólskum íþróttum og stjórnmálum, í flugslysi árið 2010. Nánar um Piotr má lesa hér.
Fyrirkomulag verðlaunaveitingarinnar er þannig að öllum Ólympíunefndum Evrópu gefst kostur á að tilnefna íþróttafólk sem komur til greina. Ólympíunefndirnar kjósa síðan á milli fimm íþróttamanna. Sigurvegarinn fær auk heiðursins styrk til áframhaldandi íþróttaiðkunar.
Nýja merki Piotr Nurowski verðlaunanna var fyrst kynnt á fundi stjórnar Evrópsku Ólympíunefndanna. Merkið er samsett úr fimm stjörnum sem tákna unga íþróttafólkið sem tilnefnt er hverju sinni til verðlaunanna, ein þeirra er gyllt og táknar hún sigurvegarann. Stjörnurnar tákna auk þess samheldni, vinskap og samvinnu auk þeirra takmarkalausu tækifæra sem ungu íþróttafólki býðst.
Sigurvegari Piotr Nurowski verðlaunanna 2020 verður kynntur á aðalfundi samtaka Evrópskra Ólympíunefnda sem haldinn verður 27. nóvember n.k. Fram að þeim tíma verður unga íþróttafólkið kynnt á samfélagsmiðlum og vefsíðu EOC. Þeir sem tilnefndir eru árið 2020 eru:
- Lisa Hirner, Austurríki, norræn tvíkeppni.
- Matej Svancer, Tékklandi, skíðafimi.
- Jessica Degenhardt, Þýskalandi, luge.
- Linda Zingerle, Ítalíu, skíðaskotfimi.
- Gints Berzins, Lettland, luge.