Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Guðbjörg Jóna með Instagram ÍSÍ

19.11.2020

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Frjálsíþróttakona ársins 2019 og Íslandsmetshafi í 100m og 200 m hlaupi, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ á föstudaginn nk. 20. nóvember.

Guðbjörg Jóna setti á árinu 2019 glæsileg Íslandsmet í 100m hlaupi á 11,56 sek og í 200m hlaupi á 23,45 sek. Einnig jafnaði hún Íslandsmet í 60m hlaupi innanhúss á 7,47 sek. Á EM U20 ára varð hún í 4. sæti í 100m hlaupi, hársbreidd frá verðlaunum. Guðbjörg var einnig í sigurliði Íslands í þriðju deild Evrópukeppni landsliða 2019. Hún er í 59. sæti á Evrópulista fullorðinna og í 6. sæti U20 ára.

Fylgstu með degi í lífi Guðbjargar Jónu, Frjálsíþróttakonu Íslands, hér á Instagrami ÍSÍ á föstudaginn, 20. nóvember.