Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Átta mánuðir í Ólympíuleika í Tókýó

23.11.2020

Í dag eru 8 mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. 

Í síðustu viku var haldinn sameiginlegur fundur Thomasar Bach forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), John Coates formanns eftirlitsnefndar IOC, ásamt fulltrúum IOC og Ólympíuráðs fatlaðra með skipulagsnefnd Tókýó 2020. Á fundinum var farið yfir helstu atriði sem að skipulagi leikanna snúa.

Thomas Bach, forseti IOC segir hagsmunaaðila vinna alla daga að settu markmiði, en það er að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram í öruggu umhverfi fyrir alla. IOC vinnur náið með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), japönskum og kínverskum yfirvöldum og sérfræðingum um allan heim, m.a. heilbrigðisvísindafólki. IOC er nú þegar með í höndunum áætlanir sem taka eiga á öllum mögulegum aðstæðum sem upp geta komið í kringum tímabil leikanna. Bach leggur mikla áherslu á að heilbrigðisstarfsfólk um heim allan vinni ötullega að því að færa heimsbyggðinni skjótari skimanir og að hægt verði að bólusetja fyrir Covid-19. Þessir tvær þættir geta verið mikilvægir þættir í því að Ólympíuleikarnir verði að veruleika á sem farsælastan hátt.

Thomas Bach hvetur íþróttafólkið til að halda áfram undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020 á næsta ári.