Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Kristín Sif með Instagram ÍSÍ

30.11.2020

Þann 1. desember ætlar Kristín Sif Björgvinsdóttir, hnefaleikakona, að taka yfir story á Instagrami ÍSÍ.

Kristín Sif er Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna og hefur verið kjörin Hnefaleikakona ársins síðastliðin tvö ár. Kristín hefur átt 12 viðureignir á ferli sínum, þar af sex á árinu 2019 og sigrað fjórar af þeim. Kristín hefur tvisvar sinnum hreppt silfurverðlaun á Norðurlandamótinu, en það er í fyrsta skiptið sem íslensk hnefaleikakona nær þeim árangri. Kristín hreppti einnig silfurverðlaun á Legacy cup, sterku alþjóðlegu móti sem haldið var í Noregi í október 2019.

Fylgstu með degi í lífi Kristínar hér á Instagrami ÍSÍ á morgun, þriðjudaginn 1. desember.