Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Samráðsfundur með sambandsaðilum ÍSÍ

03.12.2020

Síðdegis í gær fundaði Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ með fulltrúum sérsambanda annars vegar og fulltrúum íþróttahéraða hins vegar, þar sem farið var yfir framvindu mála varðandi takmarkanir á íþróttastarfinu í landinu vegna COVID-19 faraldursins.

Sóttvarnayfirvöld og heilbrigðisráðherra hafa, eins og kunnugt er, tilkynnt að engar tilslakanir verði gerðar á íþróttastarfinu fyrr en 9. desember nk. og áhyggjur íþróttahreyfingarinnar hafa að sama skapi aukist, ekki síst gagnvart íþróttastarfi ungmenna og fullorðinna. Ljóst er að mótahald í mörgum íþróttagreinum fellur niður fram að áramótum við þessi tíðindi og mikill þrýstingur hefur verið frá hreyfingunni á að opnað verði a.m.k. fyrir æfingar þessara aldurshópa.

Forsetinn skýrði einnig frá gangi mála varðandi fjárstuðning ríkisins við starf íþróttahreyfingarinnar, sem felst í nokkrum aðskildum aðgerðum.
Nánari upplýsingar um þær aðgerðir ættu að liggja skýrar fyrir á næstu dögum.