Nýjar sóttvarnaráðstafanir frá 10. desember nk.
Búið er að birta reglugerðir um þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taki gildi 10. desember nk. og gilda til 12. janúar 2021. Breytingarnar eru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem fram koma í minnisblöðum hans sem fylgja hér neðar í póstinum.
Reglur varðandi íþróttastarfið verða eftirfarandi:
- Öll keppni í íþróttum, bæði barna og fullorðinna, eru óheimil.
- Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, með snertingum, eru óheimilar innandyra sem utandyra.
-
Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, án snertinga, eru heimilar utandyra.
Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eru heimilar.
Íþróttaæfingar einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, með eða án snertingar, í efstu deild kvenna og karla í hverju sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, eru heimilar.
Hámarksfjöldi í hverju rými er 25 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag og þess gætt að loftræsting sé í lagi og loftað vel út nokkrum sinnum yfir daginn.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi eða vegna æfinga í næst efstu deild sérsambands Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ef hún er skilgreind á sama afreksstigi og efsta deild, enda sé gætt fylltu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.
- Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru ekki heimilar.
- Íþróttaæfingar barna fæddra 2005 og síðar, inni og úti, með og án snertingar eru heimilar með þeim fjöldatakmörkunum sem gilda í skólastarfi.
- Sund og baðstaðir: Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2005 og síðar teljast ekki þar með.
Nánari upplýsingar er að finna á vef heilbrigðisráðuneytisins og í eftirfarandi reglugerðum heilbrigðisráðherra og minnisblöðum sóttvarnalæknis:
Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, frá 8. desember.
Reglugerð um 4. breytingu á reglugerð um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar, frá 8. desember.
Minnisblað sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir, dagsett 6. desember.
Minnisblað sóttvarnalæknis um takmarkanir á skólastarfi, dagsett 6. desember.
Endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnaráðstafanir sem kveða á um að stjórnvöld skuli endurmeta þörf á takmörkunum eftir því sem efni stganda til, hvort heldur til aukinna tilslakana eða hertra aðgerða eftir atvikum.