Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Birna Kristín með Instagram ÍSÍ

10.12.2020

Þann 11. desember nk. ætlar Birna Kristín Kristjánsdóttir, frjálsíþróttakona, að taka yfir story á Instagrami ÍSÍ.

Birna Kristín er Íslandsmeistari kvenna í langstökki 2019. Hún er 18 ára gömul og hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár, m.a. náði hún þeim merka áfanga árið 2017, á fimmtánda aldursári, að verða Íslandsmeistari í 60m hlaupi kvenna á 7,88 sekúndum á Meistaramóti Íslands innanhúss. Birna er sú yngsta á Íslandi sem hefur stökkið yfir 6m, en fyrst setti hún Íslandsmet í flokki u18 með 6,10m árið 2018, þá 16 ára og síðan aftur árið 2019 með 6,12m. Birna hefur síðastliðin ár keppt reglulega erlendis og náð góðum árangri. Hún náði t.d. 5. sæti í langstökki á Smáþjóðaleikunum 2019.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari flottu ungu íþróttakonu hér á Instagrami ÍSÍ á morgun, föstudaginn 11. desember.