Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Þjóðarleikvangur í augsýn

04.02.2021

Starfshópur til að gera tillögur um fyrirkomulag þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir hefur verið skipaður af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands

Starfshópnum er til dæmis ætlað að greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja og afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma. Lilja Alfreðsdóttir segir að það gleðji hana mikið að setja þennan hóp af stað og þar sem svo margar íþróttagreinar séu í boði á Íslandi verði að tryggja aðstöðu og aðgang að fjölbreytileika.

Starfshópinn skipa Kristjana Ósk Birgisdóttir og Ómar Einarsson, tilnefnd af Reykjavíkurborg, Þórey Edda Elísdóttir, tilnefnd af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Marta Guðrún Skúladóttir og Örvar Ólafsson, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti og Freyr Ólafsson, formaður FRÍ.

Mynd með frétt: Frjálsíþróttasamband Íslands