Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Tækifæri í íþróttastarfi

08.02.2021

Félagsmálaráðuneytið veitir styrki til verkefna sem ætlað er að styðja sérstaklega við aðgerðir og markmið í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. 

Áhersla er lögð á samstarf við íþróttafélög, skóla, sveitarfélög og aðra sem hafa áhugaverðar hugmyndir sem falla að markmiðum í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og geta íþróttafélög, skólar eða einstaklingar sent inn umsókn um styrk.

Ráðuneytið hefur falið Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) umsjón með umsóknarferlinu í ár, líkt og árið 2019 en þá var styrkjum úthlutað til fjölbreyttra verkefna svo sem íþróttaskóla, ýmis tilboð og sérverkefni tengt íþróttastarfi, rannsóknarverkefna o.fl.

Umsókn, ásamt fylgigögnum, skal skilað til ÍF fyrir 20. febrúar nk. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍF í síma 514 4080.