Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag

08.03.2021

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars, og í ár ber dagurinn yfirskriftina: ,,Choose To Challenge“ eða „Veldu að ögra“. Þema dagsins í ár snýr því að áskorun, að taka ákvörðun um að ögra heiminum því aðeins þannig breytast hlutirnir. Á vef International Women´s Day segir: ,,A challenged world is an alert world and from challenge comes change. So let's all choose to challenge."

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leitast eftir því í starfi sínu að koma á jafnrétti kynjanna og alþjóðaíþróttasamfélagsins. Til stuðnings alþjóðlegum baráttudegi kvenna birtir IOC í dag viðtal við japönsku tenniskonuna Naomi Osaka um mikilvægi íþrótta og sterkra kvenfyrirmynda í baráttunni um jafnrétti kynjanna. Ólympíuleikarnir eru einstakur vettvangur til að varpa ljósi á framfarir og breytingar í átt að kynjajafnrétti. Osaka segir m.a. í viðtalinu: "Íþróttir og þá sérstaklega ólympísk gildi, eru mikilvægar, þær sameina fólk. Á Ólympíuleikum kemur saman íþróttafólk frá mismunandi stöðum, með mismunandi sögur og mismunandi áskoranir, og ég vona að við getum varpað ljósi á allt þetta ólíka íþróttafólk, ekki aðeins hvernig þeirra leið er á Ólympíuleikana heldur einnig á arfleifð þeirra og mótlæti sem það hefur sigrast á í lífinu."


Hér á vefsíðu IOC má lesa meira um starf IOC sem miðar að því að ná kynjajafnrétti í íþróttaheiminum.