Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

99. sambandsþing UMSB - Nýr sambandsstjóri

09.03.2021

99. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) var haldið miðvikudaginn 4. mars í Hjálmakletti í Borgarnesi. Dagskrá þingsins var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins.

Í upphafi þings voru veittir styrkir úr afreksmannasjóði UMSB. Öflugt íþróttafólk fékk styrki úr sjóðnum, en að þessu sinni það voru þau Alexandrea Guðnýjardóttir kraftlyftingarkona, Birgitta Dröfn Björnsdóttir dansari, Bjarni Guðmann Jónsson körfuknattleiksmaður, Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingarkona og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuknattleikskona. Í fyrsta skipti síðan sjóðurinn var stofnaður var veittur styrkur til liðs, en að þessu sinni var það Kvennalið Skallagríms í körfuknattleik sem hlaut styrk.

Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann ávarpaði þingið og veitti Jakobi Skúlasyni Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu knattspyrnu.

Á þinginu fengu Jakob Skúlason, Flemming Jessen og Guðjón Guðmundsson gullmerki UMSB. Starfsmerki fengu þau Páll Snævar Brynjarsson og Sigríður Bjarnadóttir.

Þingstörf gengu vel fyrir sig og voru þingfulltrúar ánægðir að sjá rekstur UMSB sem sjaldan hefur verið jafn sterkur. Samstaða var um þær tillögur sem afgreiddar voru á þinginu og fundarmenn voru sáttir með gott þing. Sveitarfélögum innan UMSB var sérstaklega þakkað fyrir dýrmætan stuðning og gott samstarf á liðnu ári. Stuðningur sem þessi gerir UMSB kleift að halda úti öflugu starfi, samfélaginu öllu til heilla.

Á þinginu var kosið í stjórn UMSB. Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir var kosin nýr sambandsstjóri. Nýr ritari var kosin Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir. Aðrir í stjórn UMSB eru Sigríður Bjarnadóttir gjaldkeri, Guðrún Þórðardóttir varasambandsstjóri, Rakel Guðjónsdóttir meðstjórnandi, Borgar Páll Bragason varavarasambandsstjóri, Ástríður Guðmundsdóttir vararitari og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson varagjaldkeri.

Bestu þakkir fyrir góð störf fengu þeir Bragi Þor Svavarsson fráfarandi sambandsstjóri og Bjarni Þór Traustason fráfarandi ritari.


Myndir með frétt