Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

09.03.2021

 

Umf. Njarðvík og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag hafa tekið höndum saman og bjóða í sameiningu upp námskeið í knattspyrnu og körfuknattleik fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingarnar eru undir handleiðslu hæfra þjálfara af báðum kynjum þar sem iðkendum á aldrinum 6–13 ára er mætt á þeirra forsendum.

Þetta framfaraskref er tekið í kjölfar samstarfs félaganna sem hafa undanfarna mánuði verkefnastýrt samfélagsverkefninu Allir með! Verkefnið stuðlar að jöfnum tækifærum barna til þess að tilheyra samfélaginu. Reykjanesbær leggur áherslu á að öll börn fái tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi.

Knattspyrnu- og körfuboltaæfingarnar eru ekki eingöngu hugsaðar fyrir börn í Reykjanesbæ þar sem krakkar frá öðrum sveitarfélögum eru einnig velkomin á æfingar. Námskeiðið er unnið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra og Íþróttafélagið Nes.

Fimleikadeild Keflavíkur hóf þessa vegferð í fyrra þegar deildin ákvað að bjóða upp á fimleikaæfingar fyrir börn með sérþarfir. Fimleikaæfingarnar hafa veitt foreldrum, þjálfurum og börnum mikla ánægju.

Nánari upplýsingar má finna hér.