Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Uppfærðar reglur sérsambanda ÍSÍ varðandi áhorfendur

10.03.2021

Í ljósi fregna undanfarna daga af smitum í samfélaginu og að beiðni sóttvarnayfirvalda hafa sérsambönd ÍSÍ ákveðið að uppfæra reglur sínar vegna framkvæmdar æfinga og keppni á tímum kórónuveirufaraldurs.

Breytingin varðar áhorfendur á viðburðum en nú þurfa allir áhorfendur að vera í númeruðum sætum en áður var nóg að fá nafn, kennitölu og símanúmer hjá öllum viðstöddum. Ennþá er heimilt að hafa að hámarki 200 áhorfendur í einu rými á íþróttaviðburðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.
  • Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1m er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.
  • Allir gestir noti andlitsgrímu.
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við börn og fullorðna.
  • Veitingasala er heimil skv. skilyrðum þar um.
  • Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.

Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða gildir 50 manna hámark í rými.

Mjög mikilvægt er að reglum sérsambandanna sé fylgt í hvívetna bæði á æfingum og í keppni.

Stöndum saman gegn vágestinum og gerum það sem við getum til að forðast smit í íþróttahreyfingunni og í okkar daglega lífi.