Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Hjólreiðaþing 2021

18.03.2021

Hjólreiðaþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) fór fram 14. mars sl. í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Fundurinn fór vel fram og mættir voru 26 þingfulltrúar frá 12 aðildarfélögum, þar af voru 2 þingfulltrúar á fjarfundi en ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust og einnig var streymt fyrir áhorf. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Farið var yfir skýrslu stjórnar og árskreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var lögð fram. Litlar lagabreytinga tillögur voru lagðar fram og einnig var farið fyrir Afreksstefnu HRÍ, en sú stefna hefur ekki verið til fyrr en nú.

Allar skýrslur, reikningar og önnur gögn sem lögð voru fram voru samþykkt af þingfulltrúum.

Bjarni Már Svavarsson var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörin til áframhaldandi formennsku. Auk hans voru einnig sjálfkjörin í stjórn til 2ja ára Elsa Gunnarsdótti og Guðfinnur Hilmarsson. Varamenn voru kosnir Gunnlaugur Sigurðsson, Helgi Berg Friðþjófsson og Arnór Barkarson.

Gögn frá fundinum má sjá hér í frétt á vefsíðu HRÍ