Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Hertar takmarkanir á samkomubanni vegna Covid-19

24.03.2021

Vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu þá hafa stjórnvöld gripið til hertra sóttvarnaaðgerða.
Hópsýkingarnar eru allar af völdum breska afbrigðis kórónaveirunnar sem er mun meira smitandi en flest önnur afbrigði og veldur frekar alvarlegum veikindum. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þykir að breska afbrigðið veldur meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar.

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tekur gildi á miðnætti og mun gilda í þrjár vikur eða til 15. apríl.  Helstu þættir sem varða íþróttastarfið eru eftirfarandi:

Nándarregla verður áfram tveir metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

  • Almennar fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.
  • Sund- og baðstaðir verða lokaðir.
  • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar verða lokaðar.
  • Íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra á milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.  

Sjá nánar reglugerð heilbrigðisráðuneytis:

Reglugerð heilbrigðisráðuneytis sem gildir frá 25. mars 2021