Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

125 ár frá setningu fyrstu nútíma Ólympíuleikanna

06.04.2021

Í dag, 6. apríl 2021, eru 125 ár frá setningu fyrstu nútíma Ólympíuleikanna, en þeir fóru fram í Aþenu í Grikklandi dagana 6. til 15. apríl 1896. Á leikunum 1896 var keppt í 43 keppnisgreinum innan níu íþróttagreina og kepptu 241 karlmenn frá 14 löndum á leikunum. Ísland átti ekki keppendur á þessum fyrstu leikum og það var ekki fyrri en 1908 að fyrsti Íslendingurinn keppti á leikunum, en þá undir merkjum Danmerkur, enda Ísland ekki orðin fullvalda þjóð á þeim tíma.

Ólympíurásin (Olympic Channel) var með umfjöllun um þessi skemmtilegu tímamót, sem  áhugasamir geta skoðað með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:
Umfjöllun Ólympíurásarinnar um tímamótin.

Í tilefni þessara tímamóta voru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ í spjalli á Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun. Hér fyrir neðan er hlekkur á viðtalið, sem hefst á tímasetningunni 01:21:18 í þættinum.

Morgunvakt Rásar 2, 6. apríl 2021