Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

TOKYO 2020 - 100 dagar til stefnu

14.04.2021

Í dag eru 100 dagar þangað til Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir.
Ólympíustöðin (Olympic Channel) hefur af því tilefni gefið út handteiknaða teiknimyndaþætti sem bera nafnið Hetjur eða Heroes.
Í þessum þáttum er fjallað um upphaf Ólympíuleikanna til forna í gegnum hetjur leikanna, allt frá Leonidas til Kyniska. Um er að ræða fimm þætti sem fjalla um bestu keppendurna til forna og þeirra sögu.  
Hægt er að horfa á þættina hér:  Heroes - Watch the Ancient Olympic Games Come to Life (olympicchannel.com)

Á Ólympíustöðinni er auk þess að finna fjölbreytt efni um íþróttir, allt frá beinum útsendingum frá viðburðum til heimildaþátta sem tengjast íþróttastarfi og þá sérstaklega Ólympíuleikunum.

Watch Live Sports Events & Latest News | Olympic Channel