Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

75. Íþróttaþing ÍSÍ verður fjarþing

15.04.2021

Í dag, 15. apríl, voru kynntar verulegar tilslakanir er varða samkomur í landinu. Íþróttaþing ÍSÍ fellur þó utan þeirra tilslakana enda eiga um 240 þingfulltrúar seturétt á þinginu, sem verður haldið 7. maí nk.  Með vísan í þær aðstæður sem uppi eru í heiminum og þær reglur sem gilda um takmarkanir á samkomum sem settar eru yfir landsmenn af stjórnvöldum þá hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ ákveðið að þingið verði fjarþing í stað hefðbundins þings. Tæknivinna við þingið verður í höndum Advania. Á þinginu verður kosið til forseta og sjö meðstjórnenda til næstu fjögurra ára.

Farið verður eftir lögbundinni dagskrá þingsins eins og kostur er og stefnt að því að afgreiða allt sem hægt er á þinginu en gera má ráð fyrir að fresta verði afgreiðslu einstaka dagskrárliða eða tillagna til framhaldsþings. Ef til framhaldsþings kemur þá má gera ráð fyrir því að tilaga verði gerð um að það verði haldið 1. og/eða 2. október nk. 

Nánari útfærslur á fyrirkomulagi verða kynntar þegar nær dregur þingi og ljóst verður hvaða tillögur liggja fyrir þinginu.